Konumyndin á að tákna Ísland, því hefur hún ískórónu á höfði, sem eldar gjósa upp úr. Á öxl hennar er hrafninn, Íslands einkennilegasti fugl, Óðins forni vin og skáldanna eftirlætisgoð, fréttafugl mikill og margkunnugur. Yfir sjónum flögrar már, en yfir brimsævi tíma og sögu berast rúnakefli að landi eða upp í fang konunni, og hefur hún þegar náð einu þeirra. Þetta átti svo sem að vera symbolum (tákn) bókmenntalandsins og sögulandsins okkar. Yfir er nótt og stirndur himinn og máninn uppi. Á bak við eru fjöll, tunglroðin á eggjunum.
(úr bréfi Eiríks Magnússonar til Jóns Sigurðssonar 11. apríl 1866)
Icelandic Legends collected by Jón Árnason. Translated by George E. J. Powell and Eiríkur Magússon.
London, Richard Bentley, 1866. (2.bindi)
Myndir: Worms, Zwecker, Powell, &c.