Image

Alþjóðleg ráðstefna um þjóðsögur

17-18.október 2019

Í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara stendur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um þjóðsögur í samstarfi við Háskóla Íslands. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu dagana 17. og 18. október og fer fram á ensku. Allir eru velkomnir.

Image

Ráðstefna og sýning um Jón Árnason í Þjóðarbókhlöðu

7. september 2019

Í tilefni þess að 200 ár eru frá fæðingu Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara og landsbókavarðar verður haldin ráðstefna og opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu, 7. september 2019.

Image

Dagskrá til minningar um Jón Árnason landsbókavörð og þjóðsagnasafnara

Dagana 17. og 18. ágúst 2019 verður þess minnst í Skagabyggð og á Skagaströnd að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Árnasonar landsbókavarðar og þjóðsagnasafnara en hann fæddist að Hofi í Skagabyggð 17. ágúst 1819.

Image

Bókmenntamerking á Laufásvegi 5

Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Árnasonar (1819-1888) þjóðsagnasafnara og landsbókarvarðar hefur Bókmenntaborgin sett upp bókmenntamerkingu á Laufásvegi 5. Húsið byggðu Jón og Katrín Þorvaldsdóttir Sívertsen (1829-1895) kona hans árið 1880 og þar bjó Jón til dauðadags.