Þjóðernisstefna, þjóðsagnasöfn og þjóðleikrit á Íslandi
- 1838: Fjölnismenn hvetja presta til að safna „almúgasögum“ og fornkvæðum
- 1839: fyrsta prentaða þýðing á Grimmsævintýri birtist í bókinni Jólagjøf handa Børnum frá Jóhanni Haldórssyni, Studiosus juris [ref]Rósa Þorsteinsdóttir 2012: „Grimmsævintýri á Íslandi.“ Þjóðarspegillinn 2012 Rannsóknir í félagsvísindum XIII2012. [/ref]
- 1845: „upphafsár þjóðfræðasöfnunar á Íslandi í anda Grimmsbræðra“[ref]Ögmundur Helgason 1991: „Upphaf að söfnun íslenzkra þjódfræda fyrir áhrif frá Grimmsbræðrum.“ Árbók Landsbókasafns 1989, 112-123.[/ref]
- Hið konunglega norræna fornfræðafélag samþykkir tillögu bresks fræðimanns George Stephens (1813-1895) um söfnun á alþýðusögum og kvæðum á Íslandi
- Magnús Grímsson og Jón Árnason ákveða að safna öllum „alþýðlegum fornfræðum“ sem þeir geta komist yfir
- 1847: Síðasta hefti Fjölnis kemur út, tileinkað Jónasi Hallgrímssyni, m.a. með þýðingu hans á Grimmsævintýrinu „Maríubarnið“ og frumsömdum listævintýrum
- 1852: Magnús Grímsson og Jón Árnason: Íslensk æfintýri
- 1852: Þýðing Magnúsar Grímssonar á ævintýrinu af Mjallhvíti (Schneewittchen) kemur út
- 1853: Fyrsta prentaða þýðingin á sögu úr safni Asbjørnsens og Moes: „Karlinn frá Hringaríki og kerlingarnar þrjár“
- 1857: Sigurður Guðmundsson: Grein í Ný Félagsrit 1857 um Íslenska kvenbúninga að fornu og nýju
- 1858: Sigurður Guðmundsson kemur heim frá Kaupmannahöfn
- 1858: Konrad Maurer (1823-1902) kemur til Íslands og hvetur Jón Árnason til að halda söfnuninni áfram og lofar að finna útgefanda að sögunum í Þýskalandi
- 1860: Konrad Maurer: Isländische Volksagen der Gegenwart
- 1860: Hugvekja Jóns Árnasonar (undir nafni Jóns Borgfirðings) um alþýðlega fornfræði í Norðri (tbl. 13.-14., bls. 56)
- 1860: Magnús Grímsson deyr
- 1861: Hugvekja Jóns Árnasonar um alþýðleg fornfræði í tímaritinu Íslendingur (tbl. 12, bls. 91–93)
- 1861: Matthías Jochumsson: Útilegumennirnir
- 1862: Leikritið Útilegumennirnir sett á svið, leiktjöld eftir Sigurð Guðmundsson málara
- 1862: Sigurður Guðmundsson: Hugvekja til Íslendinga (um þjóðleikhúsið)
- 1862-1864: Jón Árnason: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri II (Leipzig)
- 1864: Icelandic Legends, þýð. George E. J. Powell og Eiríkur Magnússon [Íslenzkar þjóðsögur í tveim bindum með uppdráttum]
- Ritdómar og umfjöllun
- 1874: Sigurður Guðmundsson deyr