Á 200 ára afmæli Jóns er hans minnst með margvíslegum hætti.
Viðburðir:
Árið 1845 tóku þeir Jón og Magnús Grímsson sig saman um að safna því sem þeir kölluðu alþýðleg fornfræði. Safn þeirra með sögnum og kvæðum kom út árið 1852 undir titlinum Íslenzk ævintýri og varð fyrsta prentaða þjóðsagnasafnið sem út kom með íslenskum sögum.
Nánari upplýsingar
Aðalmarkmið þessa þriggja ára verkefnis er að fjalla ítarlega um söfnun og útgáfu þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862-1864) og annað tengt efni með því að búa til ítarlegt, aðgengilegt og notendavænt stafrænt gagnasafn með fræðilegri umfjöllun og beinum tengingum við önnur skyld gagnasöfn, bæði íslensk og erlend. Þar er um að ræða stafræn handrita- og bókasöfn, gagnagrunna og vefsíður.