Nafngreint fólk:*

(Vísað er til athugasemda og skýringa við sögur sagnafólksins.)

  • Árni Illugason (1754-1825) prestur, Hofi á Skagaströnd, A-Hún. (JÁ II nr. 135)
  • Ásdís (hjá Scheving) (JÁ I nr. 803–7) (Útgefendur JÁ (1954–1961) segja að hér geti verið átt við Ásdísi Daðadóttur sem „dó í Gróttu á Seltjarnarnesi 4. júlí 1902, 71 árs.“ (JÁ VI 71). Sú Ásdís er í manntali 1860 skráð sem „Ástdís Daðadóttir á flækingi“ að Norðurbergi í Reykjavík, en 1855 sem „Asdýs Dadad tjenestepige“ hjá Sigurði Melsted latínuskólakennara og konu hans, Ástríði (Manntalsvefur Þjóðskjalasafns Íslands)).
  • Ásgeir Einarsson (1809–1885), bóndi, alþingismaður og hreppstjóri, Kollafjarðarnesi, Strand. (JÁ III nr. 360)
  • Björn Björnsson (Bjarnarson) (1822-1895) bóndi, Kollafirði, síðar Helgadal í Mosfellssveit, Kjós. (JÁ II nr. 138)
  • Björn Pétursson (1826–1893), bóndi og alþingismaður, Valþjófsstað, N-Múl. (JÁ II nr. 404)
  • Brandur Jónsson (19. öld), Skógarkoti í Þingvallasveit, Árn. (JÁ I nr. 727)
  • Eggert Bjarnason (1771-1856) prestur, Stafholti í Stafholtstungum, Mýr. (JÁ II nr. 352)
  • Eiríkur Jakobsson (um 1809–1871), smiður, Laugarnesi, Reykjavík (JÁ I nr. 376)
  • Eiríkur Magnússon (1833–1913), landfógetaskrifari, Aðalstræti 5 (nú 18), Reykjavík (JÁ II nr. 93)
  • Guðbrandur Vigfússon (1827-1889) fornfræðingur, Kaupmannahöfn, síðar Oxford  (JÁ I nr. 205, 261) (Einnig skrásetjari)
  • Gísli Brynjólfsson (1792–1865), bóndi, Neðri-Flagveltu, Rang. (JÁ I nr. 472)
  • Gísli Jónsson (1798–1863), snikkari, Bröttugötu (nú nr. 5), Reykjavík (JÁ I nr. 390)
  • Guðmundur Einarsson (1816–1882), prestur, Kvennabrekku, Dal. (JÁ II nr. 141, einnig skrásetjari)
  • Guðmundur Ólafsson, norðlenskur (JÁ II nr. 110)
  • Guðný Einarsdóttir (1828–1885), húsfrú á Akureyri (JÁ I nr. 137, II nr. 295)
  • Guðríður Jónsdóttir (1811–1873), húsmóðir, Laugarnesi, Reykjavík (JÁ I nr. 384).
  • Guðríður Magnúsdóttir (um 1801–1864), ljósmóðir, Suðurbæ (nú Suðurgata 7), Reykjavík (JÁ I nr. 305, 354)
  • Guðrún Pétursdóttir Hjaltested (1825–1916), prestsfrú, Arnarbæli, Árn. (III nr. 593)
  • Hallgrímur Scheving Hannesson (1781–1861), doktor, yfirkennari, Austurvelli (nú Pósthússtræti), Reykjavík (JÁ I nr. 145, 353, 392, 406, 443, 445, 529)
  • Hannes Erlendsson (um 1798–1869), skósmiður, Mel (nú Sólvallagata 23–25), Reykjavík (JÁ I nr. 444, 464, 588, 605–13)
  • Helga Benediktsdóttir Gröndal Egilsen (1800–1855), húsfrú að Bessastöðum, síðast í Reykjavík (JÁ I nr. 89, 257, III nr. 130)
  • Hólmfríður Þorvaldsdóttir (1812–1876), húsfrú, Aðalstræti 6 (nú 16), Reykjavík (JÁ I nr. 146, 225, 374, 377, 430, 445, 488, 668-9, 742, 761 (rangl. sögð Guðmundsdóttir), II nr. 103, 267, 279, 294, 297, 305, 390, 401–2)
  • Ingibjörg Þorvaldsdóttir (1807-1873) húsfreyja, Belgsholti í Melasveit, Borg. (JÁ I nr. 295)
  • Ingigerður Zoëga Ingimundardóttir (um 1798–1882), húsfrú, Tjarnargötu (nú Kirkjustræti 2), Reykjavík (JÁ III nr. 264, 314, 667, 670)
  • Jochum Magnússon (1806–1889), hreppstjóri í Skógum, A-Barð. (JÁ I nr. 345)
  • Jóhannes Lund Jónsson (1801–1863), bóndi og gullsmiður í Gullbringum, Kjós. (JÁ I nr. 4)
  • Jón Guðmundsson (1807–1875), ritstjóri, málaflutningsmaður og alþingismaður, Aðalstræti 6 (nú 16), Reykjavík (JÁ I nr. 430, 469, 742, II nr. 103, 401-2)
  • Jón Guðmundsson (1832–1869), bóndasonur, Háafelli í Skorradal, Borg. (JÁ IV nr. 33, 92)
  • Jón Hjaltalín Jónsson (1870–1882), landlæknir, Kirkjugarðsstræti 5 (nú Suðurgata 8), Reykjavík (JÁ II nr. 200-201)
  • Jón Högnason (1807–1879), prestur, Hrepphólum, Árn. (JÁ I nr. 668-9)
  • Jón Jakobsson (1834–1873), cand. theol. Aðalstræti 8 (nú 10), Reykjavík (JÁ I nr. 731, 818, II nr. 122)
  • Jón Sigurðsson (1811–1879), forseti Hins íslenska bókmenntafélags í Kaupmannahöfn (I nr. 123)
  • Jón Sigurðsson (1828–1889), alþingismaður og bóndi, Gautlöndum, S-Þing. (JÁ II nr. 389) (Einnig skrásetjari)
  • Jónas Einarsson Jónassen (1829–1872), verslunarfulltrúi, Austurstræti 1, Reykjavík (JÁ I nr. 472, 484, II nr. 109, 200, 207)
  • Katrín Elísabet Einarsdóttir Jónassen (1825–1897), saumakona, Kirkjugarðsstræti 3 (nú Suðurgata 5), Reykjavík (JÁ I nr. 116)
  • Kristín Jónsdóttir (1841–1910), heimasæta, Aðalstræti 6 (nú 16), Reykjavík (JÁ II nr. 274)
  • Kristjana Jóhannesdóttir Jónassen (1828–1890), húsfrú, Austurstræti 1, Reykjavík (JÁ III nr. 667)
  • Kristrún Ásmundsdóttir (1827–1898), vinnukona, Grjóta (nú Grjótagata 12–14), Reykjavík (JÁ I nr. 262)
  • Margrét Höskuldsdóttir Steinsen (1799–1863), húsfrú, Aðalstræti 7 (nú 14), Reykjavík (JÁ II nr. 16, 367)
  • Margrét Jónsdóttir (1835–1927), prestsdóttir frá Undirfelli, A-Hún. (JÁ IV nr. 497, V nr. 102)
  • Markús Gíslason (1837–1890), cand. theol., Brekkubæ (nú Mjóstræti 3), Reykjavík (JÁ I nr. 233, 254, 526, 784–7, II nr. 324, 326, 329, 339, 350)
  • Ólafur Johnsen Einarsson (1809–1885), prófastur að Stað á Reykjanesi, A-Barð. (JÁ I nr. 42)
  • Ólína Ísaksdóttir (fædd Bonnesen) (um 1821–1902), húsfrú, Doktorshúsi (við Vesturgötu) Reykjavík (JÁ I nr. 203)
  • Pálína Ólafsdóttir (1818-1881) húsfreyja, Hlíðarhúsum í Reykjavík (JÁ V nr. 183)
  • Páll Einarsson (1820–1881), bóndi, gullsmiður og hreppstjóri, Meðalfelli, Kjós. (JÁ I nr. 382, 413, 801)
  • Páll Sigurðsson (1839–1887), skólapiltur, Ingólfsbrekku 4 (nú hús MR), Reykjavík (JÁ I nr. 261)
  • Pétur Eggerz Friðriksson (1832–1892), verslunarstjóri, Borðeyri, Strand. (JÁ II nr. 320, 341)
  • Ragnheiður Bogadóttir Smith (1814–1883), konsúlsfrú, Ingólfsbrekku 5 (nú Amtmannsstígur 1), Reykjavík (JÁ II nr. 26)
  • Ragnheiður Einarsdóttir (1829–1890), húsfrú, Thorgrímsenshúsi (nú Lækjargata 10b–12), Reykjavík (JÁ I nr. 55, 59, 70, 118)
  • Ragnhildur Einarsdóttir (f. 1829), vinnukona, Thorgrímsenshúsi (nú Lækjargata 10b–12), Reykjavík (JÁ I nr. 55, 59, 70, 118)
  • Sigríður Þorvaldsdóttir (1815–1866), húsfrú, Lambastöðum á Seltjarnarnesi (JÁ I nr. 383)
  • Sigurður Guðmundsson (1833–1874), málari, Austurstræti 1, Reykjavík (JÁ I nr. 60, 220, 227, 252, 261, 282, 305, 385, 445, 597, 727, 742, 778–783, II nr. 11, 97, 314, 362, 363, 368, III nr. 669, 750, IV nr. 102)
  • Símon Jónsson (1802–1865) bóndi og vefari, Hrísbrú í Mosfellssveit, Kjós. (JÁ II nr. 237)
  • Skafti Skaftason (1805–1869), járnsmiður og læknir, Miðbýli (nú Bankastræti 14), Reykjavík (JÁ I nr. 20)
  • Stefán Jónsson (1802–1890), bóndi, umboðsmaður og alþingismaður, Steinsstöðum, Ey. (JÁ II nr. 139, 389)
  • Stefán Thordersen (1829–1889), settur sýslumaður í Vestmannaeyjum (JÁ I nr. 784–7, II nr. 84, IV nr. 51, V nr. 406) (Einnig skrásetjari)
  • Sveinn Ögmundsson (um 1818–1876), lausamaður, Grjóta (nú Grjótagata 12–14), Reykjavík (JÁ I nr. 87, 605–13)
  • Valgerður Jónsdóttir (Johnsen) (1771–1856), biskupsfrú í Reykjavík (JÁ I nr. 377)
  • Vigfús Gíslason (um 1798–1867), bóndi og gullsmiður, Barmi, Dal. (JÁ I nr. 202, 250, 485)
  • Þorsteinn Jakobsson (um 1814–1868), bóndi á Húsafelli (JÁ I nr. 281, II nr. 104)
  • Þorsteinn Jónsson Kúld (1807–1859), stúdent og kaupmaður, Th. Jónssonarhúsi (nú Hafnarstræti 16), Reykjavík (JÁ I nr. 384)
  • Þorvaldur Stephensen Stefánsson (1829–1895), verslunarfulltrúi, Thorgrímsenshúsi (nú Lækjargata 10b–12), Reykjavík (JÁ I nr. 147)
  • Þórarinn Jónsson (1839–1865), frá Skriðuklaustri, stúdent frá Reykjavíkurskóla 1860, (JÁ I nr. 248, 321, II nr. 21) (Einnig skrásetjari)
  • Þórður Árnason (1803–1862), prestur, Mosfelli, Kjós. (JÁ I nr. 639, 752–4, II nr. 177, III nr. 65, 94, 722) (Einnig skrásetjari)

Ónafngreindir:

  • Bóndamaður úr Biskupstungum (JÁ I nr. 119)
  • Gamall Borgfirðingur (JÁ I nr. 104)
  • Gömul kona í Reykjavík (JÁ II nr. 234)
  • Gömul kona í Þinginu í Húnavatnssýslu (JÁ I nr. 215)
  • Maður sem var uppalinn á Eyrarbakka (JÁ I nr. 46)
  • Menn í Reykjavík (JÁ I nr. 280)
  • Munnmæli í Reykjavík (JÁ I nr. 430)
  • Norðlensk og vestfirk sögn (JÁ I nr. 768)
  • Sagnir á Álftanesi, Seltjarnarnesi og úr Árnessýslu (JÁ I nr. 377)
  • Sagnir nyrðra og syðra (JÁ II nr. 145)
  • Sagnir úr Kjós, Kjalarnesi, Mosfellssveit og af Seltjarnarnesi (JÁ I nr. 376)
  • Sögn af Eyrarbakka (JÁ I nr. 363)
  • Sögn á Innesjum (JÁ I nr. 756)
  • Sögn úr Mýrasýslu (JÁ I nr. 465)
  • Úr Reykjavík (JÁ II nr. 285)
  • „Þessa sögu minnir mig að ég hafi heyrt austur á landi“ (JÁ I nr. 418)


* Upplýsingarnar um heimili heimildarfólksins eru oftast fengnar af Manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands (http://www.manntal.is/) og var leitað í manntali 1860, þaðan eru einnig teknar upplýsingar um stöðu fólksins. Núverandi staðsetning húsanna var fundin með hjálp Drífu Kristínar Þrastardóttur, safnvarðar á húsadeild Minjasafns Reykjavíkur og tveggja bóka: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson, Kvosin og Páll Líndal, Reykjavík.