Til þess að fá sögur allstaðar að af landinu fór Jón Árnason þá leið að skrifa vinum sínum og skólabræðrum og öðrum fræðimönnum víðsvegar og lét fylgja með yfirlit eða „Hugvekju“ yfir það sem hann vildi helst að þeir söfnuðu eða létu safna. Hugvekjan var seinna einnig prentuð í blöðum og margir áhugasamir tóku til við að safna þjóðsögum og kvæðum og senda Jóni Árnasyni. Sumir þeir er hann sendi hugvekjuna skráðu sjálfir sögur en aðrir fengu fólk til að skrá fyrir sig, stundum er sögufólkið nafngreint en stundum ekki.

Dæmi 1:

Safnari: Guðmundur Gísli Sigurðsson (1834-1892) frá Stað í Steingrímsfirði, Strand., síðar prestur í Gufudal, A-Barð.

Sagnafólk Guðmundar Gísla:

  • Guðbjörg Einarsdóttir (1846-1944), Víðivöllum, Strand.
  • Guðríður Hjaltadóttir (1800-1876), Víðidalsá í Steingrímsfirði, Strand.
  • Guðrún Jónsdóttir, Fitjum í Staðarsveit, Strand.
  • Kristín Jóhannsdóttir líklega í Steingrímsfirði, Strand.
  • Svanhildur Helgadóttir (1778-1843) húsfreyja, Stað í Hrútafirði, V-Hún.

 Skrásetjarar Guðmundar Gísla:

  • Björn Björnsson (1809-1908), Klúku í Tungusveit, Strand.
  • Björn Sveinsson (f. 1821), Kaldrananesi í Nessveit, Strand.
  • Gísli Gíslason, Fitjum í Staðarsveit (Strandasýsla)
  • Helgi Guðlaugsson (1830-1870) bóndi, Ásmundarnesi í Bjarnarfirði, Strand.
  • Hjalti Jónsson (1817-1867), Ósi í Steingrímsfirði, Strand.
  • Sumarliði Brandsson (f. 1799) bóndi, Kollabúðum, A-Barð.
  • Einar Einarsson (1835-1891) vinnumaður, Stað í Steingrímsfirði, Strand.
  • Sigurður Gíslason bóndi (1823-1889), Bær á Selströnd, Strand.

Sagnafólk Einars Einarssonar:

  • Bæring Magnússon aldurhniginn húskarl á Kleifum á Selströnd, Strand.
  • Kristján Jóhannsson sjóróðramaður á sama bæ
  • Ragnhildur Andrésdóttir (1817-1882) húsfreyja, Gjögri í Víkursveit, Strand.

Sagnamaður Sigurðar Gíslasonar:

  • Gísli Sigurðsson (1783-1862) bóndi, Bæ á Selströnd, Strand.
Dæmi 2:

Safnari: Jóhannes Guðmundsson (f. 1823) bóndi og hreppstjóri, Gunnsteinsstöðum í Langadal, A-Hún.

Sagnafólk Jóhannesar:

  • Arnljótur Árnason (1788-1865) bóndi, Gunnsteinsstöðum í Langadal, A-Hún.
  • Elín Arnljótsdóttir (1808-1890) húsfreyja, Guðlaugsstöðum í Blöndudal, A-Hún.
  • Hans Natansson (1816-1887) bóndi, skáld og hreppstjóri, Hvammi í Langadal, A-Hún.
  • Ingibjörg Skíðadóttir (1821-1893) vinnukona, Gunnsteinsstöðum í Langadal, Skag. (Einnig heimildarkona Jónasar hér fyrir neðan)
  • Þóranna Þorsteinsdóttir (1794-1863), Gunnsteinsstöðum í Langadal, A-Hún.

Skrásetjarar Jóhannesar:

  • Jónas Pétursson (1823-1866) vinnumaður, Ytri-Löngumýri í Blöndudal, A-Hún.
  • Pálmi Jónsson (Skaga-Pálmi) (1818-1876) bóndi og skáld, Hvalnesi á Skaga, Skag.

Sagnakona Jónasar:

  • Ingibjörg Skíðadóttir (1821-1893) vinnukona, Gunnsteinsstöðum í Langadal, Skag.

Sagnafólk Pálma:

  • Anna Sigurðardóttir (1795-1862), Ytri-Ey á Skagaströnd, A-Hún.
  • Guðmundur Jónsson (1808-1885) bóndi, Brún í Svartárdal, A-Hún.
  • Kristján Jónsson, ættaður úr Skagafirði
  • Margrét Magnúsdóttir úr Miðfirði
  • Sesselja Guðmundsdóttir (f. um 1819), Áshildarholti í Borgarsveit, Skag.

Sjá einnig: