Á listanum er ekki allt sagnafólk Maurers, en eingöngu fólk sem Jón Árnason tiltekur einnig í safni sínu.
- Bergþór Björnsson (1816–1882), vinnumaður á Ljósavatni.
- Björn Þorláksson (1816–1862), prestur á Höskuldsstöðum.
- Bogi Thorarensen (1822–1867), sýslumaður á Hjarðarholti í Mýrasýslu.
- Daníel Jónsson (1821–1886), bóndi á Þóroddsstöðum.
- Ebenezer Matthíasson (1833–1920), trésmiður í Flatey.
- Egill (Sveinbjarnarson) Egilsson (1829–1896), stúdent í Stykkishólmi.
- Eiríkur (Ólafsson) Kúld (1822–1893), aðstoðarprestur í Flatey.
- Guðmundur Einarsson (1816-1882) prestur, Kvennabrekku, Dal.
- Jón Eggertsson (1800–1860), stúdent í Fagradal.
- Jón Hjaltalín Jónsson (1807–1882), landlæknir í Reykjavík.
- Jón Sigurðsson (1811–1879), skjalavörður í Kaupmannahöfn.
- Katrín Magnúsdóttir (1802–1880), bóndakona á Bergþórshvoli.
- Kjartan Jónsson (1804–1895), prestur í Skógum.
- Kristín Þorvaldsdóttir (1814–1869), Krossi.
- Kristján Sigurðsson (1835–1921), ráðsmaður í Hítardal.
- Oddur Jónsson (1808–1874), bóndi á Hamarsheiði.
- Ólafur (Einarsson) Johnsen (1809–1885), prófastur á Stað á Reykjanesi.
- Páll Vídalín Thorarensen (Páll Friðrik Vídalín Jónsson (1827–1873)), stúdent á Breiðabólstað í Vesturhópi.
- Pétur Pétursson (1808–1891), prófessor við Prestaskólann í Reykjavík.
- Pétur Sigurðsson (f. 1837), bóndasonur frá Mosfelli.
- Sighvatur Árnason (1823–1911), hreppstjóri í Eyvindarholti.
- Sigurður Guðmundsson (1833–1874), málari í Kaupmannahöfn.
- Símon Bech (Símon Beck (1814–1878)), prestur á Þingvöllum.
- Sumarliði Sumarliðason (1833–1926), silfursmiður í Kaupmannahöfn.