Jónas Árnason skrifaði vinum sínum „og skólabræðrum og öðrum fræðimönnum víðs vegar um landið“ og lét fylgja með yfirlit eða „Hugvekju“ yfir það sem hann vildi helst að þeir söfnuðu eða létu safna. Þetta endaði með flóknu útgáfuferli þar sem sögur voru skrifaðar niður á blað af ýmsum (oft prestum) eftir sagnafólki alls staðar á landinu; síðan sendar til Jóns Árnasonar í Reykjavík, sem ritstýrði og sendi áfram til Guðbrands Vigfússonar í Kaupmannahöfn, sem síðan sendi þær til Konrads Maurer í München, þar sem þær voru síðan settar og prentaðar af þýskum bókagerðarmönnum sem skildu ekki orð í íslensku (og síðan gefnar út í Leipzig).